"hvar finnur maður eiginlega ber?"
"nú þar sem er hraun er lyng og þar eru ber"
"ohhh,okey...væri reykjanesbrautin þá ekki ídeal?"
"jú tildæmis"
keyrt að reykjanesbrautinni og áningarstaður fundinn.
"vá, það er heavy mikið af lyngi hérna"
"það hlýtur allt að vera krökt af berjum"
"en....en.... ég sé enginn ber, hvar eru þau öll?"
"Þetta er bara alveg eins og deitmarkaðurinn í reykjavík, fullt af lyngi en ekki eitt einasta ber sem maður getur hugsað sér að tína og taka með sér heim"
"bíddu, ég sá eitt á lynginu þarna"
"ohhh fokk, ég steig á tvö"
get my point?
gerði áhugaverða uppgvötun um helgina.
þessi lúmski grunur hefur að vísu læðst að mér í góðar þrjár vikur en ég fékk hann formlega staðfestan í berjamó á föstudaginn.
ég er í ástarsorg.
þetta er tilfinning sem lýsir sér í sveiflum á gleði og sorgarsviðinu með lagavali á borð við Goldie looking chain (uppsveifla) og Jewel (niðursveifla).
ofsalega merkilegt.
ég sem hélt ég væri fæn, bara hress, que sera og allur sá djazz.
nei surrí bob, mín er bara í nett blúsaðri ástarsorg og getur ekki hugsað sér ágang annars karlpungs. ekki að ræða það.
ég varð skelkuð við formlega staðfestingu á gruni mínum og skrína öll símtöl, þýðir ekkert að hringja í mig úr private number, þessi hér svarar bara ef sms fylgir á undan eða eftir.
auðvitað er bara eitt ráð við slíku ástandi og það er að efla kvennaveldið í kringum mann og það er nákvæmlega það sem ég gerði, hóa stelpurnar saman í kúr og kjaftagang og kaffihúsaferðir.
og hætta að hlusta á útvarpið sem spilar Gröndal/Bubba lagið eins og þau fái borgað fyrir það... "með þér bla bla bla vil ég vera gömul bla bla".
sólríkur sunnudagur á hausti staðfesti þennan grun ennþá meir... hefði verið fullkomin krúttó dagur breytist í pæju brunch með stelpunum.
svo tekur þetta bara tíma eins og skáldið sagði og dó úr elli.
mér finnst bara svo svakalega undarlegt hvað það er mikið af einmanna stúlkukindum þarna úti. þær eru allt í kringum mig. stelpur með sitt á hreinu og langar í kærasta, ekkert flóknara en það.
svo á ég líka strákavini sem langar í kærustu. stelpu sem er með allt sitt á hreinu.
afhverju er þetta svona erfitt?
þetta er sérstakt ástand, einmanna fólk hist og her, hangandi saman í vinskap til að reyna eyða þessum einmannaleika; var þetta fólk bara kærustupar í gamla daga?
erum við með of miklar kröfur, erum við að gera þetta alltof flókið?
ég bara kemst ekki hjá því að pæla í þessu þar sem ég heyri þessar einmannaleika yfirlýsingu að meðaltali þrisvar á dag frá hinum og þessum, stelpum og strákum.
það er fullt af liði á þessum hnetti og samt erum við einmanna.
ég bara hreinlega skil þetta ekki; þetta er mál fyrir Hr.Holmes eða hann Albert E.
ást við fystu sýn finnst mér falleg pæling.
ég veit ekki hvort ég "trúi" henni en ég trúi á first impressions.
ég hef nokkrum sinnum lent í þeim undursamlegu og dularfullu aðstæðum að sjá einhvern pungsa og hjartað mitt sleppti úr slagi og lítil rödd inni í höfðinu mínu gargaði
"ég vil fá þennan og ég vil fá hann núna, núna segi ég!"
ákveðin atburðarás hefst þar sem ég reyni allt hvað ég get til að krækja í pungsann. þvílík fimi sem ég sýni á lassó-inu mínu, stelpan fangar það sem hún eltir.
það hefur nú stundum verið sagt um mig að ég sé frekja. má vel vera.
í þessu pungsa máli þá er ég það pottþétt, ég gefst ekki upp fyrr en lömbin hætt að gráta-eða réttara sagt, röddin þagnar.
ég kalla þetta að vera ákveðin og fylgja hjartanu.
sumir kalla þetta eitthvað annað, to eaches own.
stundum er þetta "ÁST" (hvað svo sem það svo er) og stundum er þetta skemmtilegur eltingarleikur sem hefur þann eina tilgang að vinna-krækja í hann, því forsendan fyrir leik er jú auðvitað að vinna hann. þá þarf enginn vesalings ást að fylgja, það er bara gaman að elta hann og ná að klukka eða stela skottinu. enginn áhugi fyrir neinu meira, greyið fær ekki einu sinni að gista nóttina.
ég veit ekki alveg þegar það er "ÁSTIN" sem ég reyni að fanga, ég er ekki viss hvort ég greini á milli þarna á þessum fyrstu þremur sek sem augu okkar mætast hvernig eltingarleikurinn verður, hvort hann verði bara leikur eða eitthvað meira...
(tími í þessum leik er afskaplega afstæður, dæmi hver fyrir sig)
ég held að tvisvar hafi hann orðið eitthvað meira, sem ég svo á endanum gafst upp á reyndar enda verður leikurinn þreyttur til lengdar, er það ekki?
er þetta ekki allt bara einn stór leikur með mismunandi reglum?
ég sat á barnum á föstdaginn og komst ekki hjá því að vera í írónísku skapi eftir Mein Kampf sýninguna. ég sat og sötraði fría rauðvínsglasið mitt og fylgdist gagnrýnið með samkvæmisleiknum sem stelpur og strákar voru að spila.
allt svo kjánalegt.
allt svo -same same but different-
.
glöggur sessunautur benti mér á það að ég hljómaði eins og ég hefði deitað í marga áratugi og væri bitur fráskilin kona, ég benti honum á það að ég væri gömul sál sem kann sex and the city utan af.
þegar maður er í þessari stemmingu er kannski líka bara besta að vera heima hjá sér í góðra kvennahópi þar sem ríkir leikhlé og ég er súkkulaðikleina.
en svo er þetta bara pæling eins og hvað annað.
ég mæli með meðalinu góðar vinkonur, tónlist eins og memyselfandI og slatt af rauðvíni og ostum og kexi og sultu. þetta er hið fínasta kítt fyrir hjartað.
sjálfsuppgvötanir á hverjum degi, svona er sálfræðin í dag gott fólk!
ég ætla fara kúra, stór skólavika framundan með prófi og afmælinu hennar ÖnnuRakelar minnar og roadtripi til Selfoss.
siggadögg
-sem undrast á röddinni inni í höfðinu sínu-
sunnudagur, september 24
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli